mánudagur, 18. mars 2019

Febrúar declutter....



Ég lifi fyrir Marie Kondo, minimalist/minimalism, declutter, organize og 31 day challenge myndbönd á youtube. Ég er alltaf að losa mig við óþarfa dót en hér er hluti sem ég losaði mig við í febrúar;

Harry Potter jólakort, óþæginlegir jólasokkar, lego kubbur, penni, leikföng, bangsi, disney bækur, óþæginlegur brjóstahaldari, DVD diskar, myndir, minnisblöð ofl. Sumt fór í ruslið en allt barnvænt fer til litlu frænku minnar í Noregi.

Ég mæli með að þið prófið 31.day challenge annars, þá losið þið ykkur við einn hlut í dag, tvo á morgun, þrjá hinn og talan hækkar alltaf, lokadagurinn eru 31 hlutir. Ég get ekki tekið þátt í því afþví ég losaði mig við mörg hundruð hluti fyrir nokkrum mánuðum og á því ekkert eftir nánast.

- Alda

Elsku Olga mín þrítug...

Í byrjun febrúar var vinkona mín að halda uppá þrítugsafmælið sitt. Það gekk ótrúlega vel og var svo ótrúlega flott hjá henni. Maturinn (pinna) og eftiréttir voru allir svo ljúffengir, síðan voru drykkir í klakaboxi þannig maður gat fengið ískalt gos og það var best. Það voru frábærar söngkonur í afmælinu og hún var með ótrúlega flottann bakgrunn fyrir myndatökur.



- Alda

Bakarameistari á heimilinu



Þegar bróðir minn tekur sig til og bakar... hann er klárlega meistari í þessu!



- Alda

Hlý úlpa...



Ég mæli með að kíkja í búðir á borð við 66 norður, Cintamani, Zo-on og Ice wear á íslandi, úlpurnur þar eru svo ótrúlega góðar. Ég keypti mína í Ice Wear minnir mig og hún kostaði ca. 30 þúsund. Hún er ótrúlega þykk og hlý og ég finn aldrei fyrir kulda, og ég er oftast á hlýrabolnum undir, sama hversu kalt er úti þá finn ég ekki fyrir kulda gegnum hana. Besta húfan og vettlingarnir eru svo úr 66 norður og svo er ég bálskotin í Timberland kuldaskónum en mér er alltaf svo hlýtt í þeim :)

- Alda

Lífga upp herbergið



Ég mæli 100% með að kíkja í Ikea og kaupa gerviplöntur, svo ótrúlega flottar og lífga upp allt herbergið. Ég keypti nokkrar, ólíkar gerðir og mismunandi stærðir og kostaði alls ekki mikið.

- Alda

Stafaspjald



Ég fékk þennan æðislega "ramma" í rúmfatalagernum á 1.990 kr. Það fylgja með mjög margir stafir og getur skipt út og skrifað setningar, reyndar engir íslenskir stafir eins og Ð, Þ, Ö ofl, en ég er mjög hrifin af þessu og get haft hvatningu á þessu eða bara jákvæðni, hvað sem mér dettur í hug.

- Alda